Almennar fréttir / 4. maí 2023

BREEAM In-Use endurvottun Smáralindar

Smáralind hlaut BREEAM In-Use vottun fyrst allra bygginga á Íslandi árið 2019. Nú nokkrum árum síðar hefur Smáralind hlotið endurvottun. Sænska ráðgjafafyrirtækið Piacon AB sem sérhæfir sig m.a. í BREEAM In-Use vottunum stóð fyrir endurvottuninni.
 
„Smáralind hefur nú verið endurvottuð eftir nýjustu kröfum og er staðfesting þriðja aðila á að bestu stöðlum og kröfum sé fylgt í rekstri fasteigna“ segir Sunna Hrönn Sigmarsdóttir, framkvæmdarstjóri sjálfbærni hjá Reginn.
 
BREEAM In-Use vottunin er hönnuð til að meta og draga úr umhverfisáhrifum og bæta rekstur atvinnuhúsnæðis á hagkvæman og áhættulítinn hátt. Umhverfisvottun fasteigna auðveldar upplýsingagjöf til leigutaka um rekstrarþætti eins og orku og sorpflokkun sem æ meiri eftirspurn er eftir.
 
Reginn er í einstakri aðstöðu til að hafa áhrif á og minnka neikvæð umhverfisáhrif fasteigna sinna en fasteignir eru ábyrgar fyrir stórum hluta af losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu. Nú þegar hafa 27% af eignasafninu hlotið umhverfisvottunina BREEAM In-Use en ásamt Smáralind hafa Katrínartún 2 og Borgartún 8-16 hlotið vottunina. Stefnt er á að 30% af eignasafninu verði umhverfisvottuð í lok árs og 50% árið 2026.

Annað fréttnæmt

08. jún.

Valfrjálst yfirtökutilboð Regins hf. í Eik fasteignafélag hf.

Stjórn Regins hefur sent tilkynningu í Kauphöll Íslands þar sem tilkynnt var um ákvörðun stjórnar um að lagt verði fram valfrjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé Eikar fasteignafélags hf. Við sjáum fyrir okkur nýja sókn þessara tveggja félaga undir nýju nafni og merki.
07. jún.

Fasteignamat 2024

Fasteignamat eignasafns Regins kemur til með að hækka um 2% milli áranna 2023 og 2024. Atvinnuhúsnæði í heild sinni á landinu hækkar hins vegar um 4,8%.
26. maí

Reginn gefur út nýja græna skuldabréfaflokka

Þann 25. maí 2023 voru gefnir út tveir nýir grænir skuldabréfaflokkar. Báðir flokkarnir eru grænir og eru veðtryggðir undir almenna tryggingarfyrirkomulagi Regins. Með farsælu útboði á þessum tveimur flokkum náðust öll meginmarkmið félagsins og standa meðal verðtryggðir vextir félagsins í um 2,84% í kjölfar útboðsins.