Almennar fréttir / 4. maí 2023

BREEAM In-Use endurvottun Smáralindar

Smáralind hlaut BREEAM In-Use vottun fyrst allra bygginga á Íslandi árið 2019. Nú nokkrum árum síðar hefur Smáralind hlotið endurvottun. Sænska ráðgjafafyrirtækið Piacon AB sem sérhæfir sig m.a. í BREEAM In-Use vottunum stóð fyrir endurvottuninni.
 
„Smáralind hefur nú verið endurvottuð eftir nýjustu kröfum og er staðfesting þriðja aðila á að bestu stöðlum og kröfum sé fylgt í rekstri fasteigna“ segir Sunna Hrönn Sigmarsdóttir, framkvæmdarstjóri sjálfbærni hjá Reginn.
 
BREEAM In-Use vottunin er hönnuð til að meta og draga úr umhverfisáhrifum og bæta rekstur atvinnuhúsnæðis á hagkvæman og áhættulítinn hátt. Umhverfisvottun fasteigna auðveldar upplýsingagjöf til leigutaka um rekstrarþætti eins og orku og sorpflokkun sem æ meiri eftirspurn er eftir.
 
Reginn er í einstakri aðstöðu til að hafa áhrif á og minnka neikvæð umhverfisáhrif fasteigna sinna en fasteignir eru ábyrgar fyrir stórum hluta af losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu. Nú þegar hafa 27% af eignasafninu hlotið umhverfisvottunina BREEAM In-Use en ásamt Smáralind hafa Katrínartún 2 og Borgartún 8-16 hlotið vottunina. Stefnt er á að 30% af eignasafninu verði umhverfisvottuð í lok árs og 50% árið 2026.

Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.