Smáralind hlaut BREEAM In-Use vottun fyrst allra bygginga á Íslandi árið 2019. Nú nokkrum árum síðar hefur Smáralind hlotið endurvottun. Sænska ráðgjafafyrirtækið Piacon AB sem sérhæfir sig m.a. í BREEAM In-Use vottunum stóð fyrir endurvottuninni.
„Smáralind hefur nú verið endurvottuð eftir nýjustu kröfum og er staðfesting þriðja aðila á að bestu stöðlum og kröfum sé fylgt í rekstri fasteigna“ segir Sunna Hrönn Sigmarsdóttir, framkvæmdarstjóri sjálfbærni hjá Reginn.
BREEAM In-Use vottunin er hönnuð til að meta og draga úr umhverfisáhrifum og bæta rekstur atvinnuhúsnæðis á hagkvæman og áhættulítinn hátt. Umhverfisvottun fasteigna auðveldar upplýsingagjöf til leigutaka um rekstrarþætti eins og orku og sorpflokkun sem æ meiri eftirspurn er eftir.
Reginn er í einstakri aðstöðu til að hafa áhrif á og minnka neikvæð umhverfisáhrif fasteigna sinna en fasteignir eru ábyrgar fyrir stórum hluta af losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu. Nú þegar hafa 27% af eignasafninu hlotið umhverfisvottunina BREEAM In-Use en ásamt Smáralind hafa Katrínartún 2 og Borgartún 8-16 hlotið vottunina. Stefnt er á að 30% af eignasafninu verði umhverfisvottuð í lok árs og 50% árið 2026.
20.
nóv.

Reginn hagnast um 5,1 milljarð á fyrstu 9 mánuðum ársins 2023 - hagnaður eykst um 10,6%
16. nóvember sl. kynnti Halldór Benjamín Þorbergsson forstjóri Regins níu mánaða uppgjör á rafrænum kynningarfundi sem var sendur út í beinu streymi.
Helstu atriði 9 mánaða uppgjörs má sjá með því að smella á fréttina.
20.
nóv.

HSN flytur í Sunnuhlíð um áramót
Framkvæmdir við nýja heilsugæslu í Sunnuhlíð á Akureyri ganga vel og mun Heilbrigðisstofnun Norðurlands flytja í húsnæðið upp úr áramótum. Enn eru nokkur laus rými til ráðstöfunar og áfram er sérstök áhersla lögð á að bæta við rekstraraðilum í heilsutengdri þjónustu og verslun.
17.
nóv.

Landsvirkjun flytur í Höfðatorgsturninn
Mikill áhugi hefur verið meðal fyrirtækja að vera með aðsetur í Höfðatorgsturninum í Katrínartúni 2. Í maí sl. var ritað undir grænan leigusamning við Landsvirkjun fyrir um 4.500 m2 í húsinu og mun starfsemi þeirra dreifast á fimm hæðir.