Almennar fréttir / 16. janúar 2014

Baðhúsið opnaði 14.01.2014

Logo Baðhús

Baðhúsið hefur opnað stórglæsilega heilsulind fyrir konur í vesturenda Smáralindar. Í Baðhúsinu geta konur á öllum aldri hugað að líkama og sál en þar er og verður frábær líkamsræktaraðstaða með þremur æfingasölum og fullkomnum tækjasal búin Technogym tækjum. Einnig verður þarna glæsilegt spa-svæði með snyrti- og nuddstofu þar sem viðskiptavinirnir geta notið þess að slappa af og hvíla sig í afslöppuðu og notalegu umhverfi. Baðhúsið verður opnað í nokkrum skrefum en búið er að opna þrjá æfingasali og búningsaðstöðu. Innan skamms mun svo tækjasalurinn og spa-svæðið opna. 

Glæsileg hönnun

Útlit Baðhúsins er allt mjög glæsilegt og áhersla lögð á notalegt andrúmsloft. Mikill glamúr er í hönnuninni en meðal annars hefur verið reistur bronslaga skúlptúr í anda Chanel rósarinnar. ASK arkitektar sáu um hönnunina en Guðlaug Jónsdóttir arkitekt hannaði útlitið.

Linda P í Baðhúsinu Smáralind

Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.