Almennar fréttir / 25. febrúar 2015

Ársreikningur Regins hf. 2014

  • Rekstrartekjur Regins hf. á árinu 2014 námu 4.765 m.kr.

  • Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu og afskriftir var 3.035 m.kr.

  • Bókfært virði fjárfestingareigna í lok árs var 53.637 m.kr. samanborið við 40.122 m.kr. í árslok 2013. Matsbreyting á árinu var 1.206 m.kr.

  • Hagnaður eftir tekjuskatt nam 2.229 m.kr.

  • Handbært fé frá rekstri nam 1.672 m.kr. á árinu 2014.

  • Vaxtaberandi skuldir voru 32.861 m.kr. í lok árs 2014 samanborið við 24.837 m.kr. í árslok 2013.

  • Eiginfjárhlutfall var í lok árs 32,7%.

  • Hagnaður á hlut á árinu 2014 var 1,61 samanborið við 1,87 árið áður.

Félagið er skráð í Kauphöll Íslands (NASDAQ OMX Iceland hf.), fjöldi hluthafa  í árslok 2014 voru 628 samanborið við 619 í árslok 2013.  

Rekstur og afkoma

Afkoma Regins á árinu 2014 var góð og í samræmi við áætlun félagsins. Rekstrartekjur námu 4.765 m.kr.og þar af námu leigutekjur 4.237 m.kr.. Leigutekjur hafa hækkað um 20% samanborið við árið 2013. Rekstrarhagnaður fyrir söluhagnað, matsbreytingu og afskriftir / EBITDA var 3.035 m.kr. sem samsvarar 23%  hækkun samanborið við árið 2013.

Stjórn félagsins leggur til að ekki verður greiddur arður á árinu 2015. Aðalfundur félagsins verður haldinn 21. apríl nk.

Eignasafn og efnahagur

Eignasafn Regins samanstendur af fullgerðu atvinnuhúsnæði með háu útleiguhlutfalli og traustum leigutökum. Í lok árs 2014 átti Reginn 53 fasteignir. Heildarfermetrafjöldi fasteignasafnsins var 224 þúsund fermetrar. Útleiguhlutfall fasteignasafnsins er um 97% miðað við  tekjur.

Fasteignasafn Regins er metið á gangvirði í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS). Safnið er metið í lok hvers árs í tengslum við gerð ársreiknings og við matið er stuðst við núvirt framtíðar sjóðsflæði einstakra eigna. Matsbreyting á árinu 2014 var 1.206 m.kr.

Stækkun félagsins og horfur

Í samræmi við fjárfestingarstefnu félagsins hefur á árinu verið unnið að stækkun og styrkingu á eignasafni þess. Á tímabilinu var fasteignafélagið  RA 5 ehf. keypt en það eignasafn samanstendur af fjölbreyttu atvinnuhúsnæði um 28.500 m2. Einnig var fasteignafélag sem hýsir fasteignir Hótels Óðinsvéa (Þórsgata 1 og Lokastígur 2) keypt. Gerður var samningur um kaup á verslunar- og þjónustuhúsnæði, alls 8.000 m2 á Hörpureitum í miðborg Reykjavíkur, en afhending mun fara fram vorið  2017.

Í tengslum við kaup félagsins á RA 5 ehf. var hlutafé félagsins aukið um 128,7 m.kr. að nafnvirði. Skýrir það að hluta breytingar sem urðu á „Hagnaður á hlut“ milli áranna 2013 og 2014.

Horfur í rekstri

Stjórnendur félagsins telja að horfur í rekstri séu góðar og engar vísbendingar eru um annað en að áætlanir félagsins standist.

Kynning á félaginu

Samhliða birtingu á þessu uppgjöri boðar Reginn til opins kynningarfundar fimmtudaginn 26. febrúar kl. 8:30 í Listasafni Reykjavíkur (Hafnarhúsinu), Tryggvagötu 17. Helgi S. Gunnarsson forstjóri félagsins mun kynna afkomu ársins 2014 og svara spurningum. Skráning á kynningarfundinn fer fram í gegnum netfangið fjarfestatengsl@reginn.is

Fundinum verður einnig varpað í gegnum netið á eftirfarandi slóð:

http://streymi.nyherji.is/Mediasite/Play/03a1b4c743394d6ca9c2eef492d02d981d

Ársreikningur Regins hf. 2014. var samþykktur af stjórn þann 25. febrúar. Hægt er að nálgast ársreikning félagsins á www.reginn.is/fjarfestar/


Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.