Almennar fréttir / 13. janúar 2023

Ánægðari viðskiptavinir þriðja árið í röð!

Ánægðari viðskiptavinir þriðja árið í röð!

Við erum gríðarlega stolt að segja frá því að ánægja viðskiptavina Smáralindar hefur nú mælst hæst í flokki verslunarmiðstöðva þrjú ár í röð en í morgun voru niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar 2022 kynntar.

Margt hefur verið gert til að bæta þjónustu og upplifun viðskiptavina Smáralindar síðustu misseri. Meðal annars hafa margar nýjar verslanir opnað í húsinu þannig að fjölbreytni og vöruframboð hefur aukist, hleðslustæðum hefur verið fjölgað og þá er einnig komin fullkomin hjólageymsla fyrir viðskiptavini og starfsfólk.

Rekstraraðilar í Smáralind eiga stóran þátt í þessari viðurkenningu og þökkum við þeim kærlega fyrir gott samtarf.

Annað fréttnæmt

08. jún.

Valfrjálst yfirtökutilboð Regins hf. í Eik fasteignafélag hf.

Stjórn Regins hefur sent tilkynningu í Kauphöll Íslands þar sem tilkynnt var um ákvörðun stjórnar um að lagt verði fram valfrjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé Eikar fasteignafélags hf. Við sjáum fyrir okkur nýja sókn þessara tveggja félaga undir nýju nafni og merki.
07. jún.

Fasteignamat 2024

Fasteignamat eignasafns Regins kemur til með að hækka um 2% milli áranna 2023 og 2024. Atvinnuhúsnæði í heild sinni á landinu hækkar hins vegar um 4,8%.
26. maí

Reginn gefur út nýja græna skuldabréfaflokka

Þann 25. maí 2023 voru gefnir út tveir nýir grænir skuldabréfaflokkar. Báðir flokkarnir eru grænir og eru veðtryggðir undir almenna tryggingarfyrirkomulagi Regins. Með farsælu útboði á þessum tveimur flokkum náðust öll meginmarkmið félagsins og standa meðal verðtryggðir vextir félagsins í um 2,84% í kjölfar útboðsins.