Almennar fréttir / 13. janúar 2023

Ánægðari viðskiptavinir þriðja árið í röð!

Ánægðari viðskiptavinir þriðja árið í röð!

Við erum gríðarlega stolt að segja frá því að ánægja viðskiptavina Smáralindar hefur nú mælst hæst í flokki verslunarmiðstöðva þrjú ár í röð en í morgun voru niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar 2022 kynntar.

Margt hefur verið gert til að bæta þjónustu og upplifun viðskiptavina Smáralindar síðustu misseri. Meðal annars hafa margar nýjar verslanir opnað í húsinu þannig að fjölbreytni og vöruframboð hefur aukist, hleðslustæðum hefur verið fjölgað og þá er einnig komin fullkomin hjólageymsla fyrir viðskiptavini og starfsfólk.

Rekstraraðilar í Smáralind eiga stóran þátt í þessari viðurkenningu og þökkum við þeim kærlega fyrir gott samtarf.

Annað fréttnæmt

05. jan.

Sunnuhlíð Akureyri – nýr heilsutengdur þjónustukjarni

Nú er í gangi metnaðarfullt enduruppbyggingarverkefni á Akureyri þar sem verið er að breyta og bæta húsnæði Sunnuhlíðar. Húsnæðið hefur verið þáttur í lífi Akureyringa til fjölda ára sem verslunarmiðstöð en mun nú fá nýtt hlutverk sem heilsutengdur þjónustukjarni.
28. okt.

Framsækið margmiðlunarverk vígir stafrænt sýningarrými í Hafnartorgi Gallery

4. nóvember næstkomandi verður frumflutt nýtt margmiðlunarverk eftir Högna Egilsson og karlssonwilker í Hafnartorg Gallery. Karlssonwilker er hönnunarstúdíó í New York sem Íslendingurinn Hjalti Karlsson stofnaði um síðustu aldamót. Á farsælum ferli hefur stúdíóið unnið með MoMA, Nintendo, Samsung, Puma, og Guggenheim og Rockefeller-sjóðunum svo fátt eitt sé nefnt.
20. okt.

Reginn hlýtur verðlaun fyrir framúrskarandi samfélagsábyrgð

Við erum einstaklega ánægð og stolt af því að Reginn hafi hlotið sérstök verðlaun fyrir árangur á sviði samfélagsábyrgðar meðal Framúrskarandi fyrirtækja 2022. Verðlaunin eru veitt árlega af Creditinfo í samstarfi við Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð.