Almennar fréttir / 4. júní 2019

Álagning fasteignagjalda 2020

Fasteignamat fasteigna Regins fyrir árið 2020, byggt á fyrirhuguðu mati Þjóðskrár sem birt var á dögunum, hækkar um 5,8% milli áranna 2019 og 2020. Mestu munar um hækkun á fasteignamati Smáralindar, rúm 14%. Sé litið fram hjá Smáralind er hækkunin á fasteignamati eignasafns Regins 3,9% sem er nokkuð í takt við hækkun vísitölu neysluverðs.

Annað fréttnæmt

05. des.

Niðurstaða Skuldabréfaútboðs

Lokuðu útboði Regins á skuldabréfum þann 5. desember 2019 er lokið. Samtals bárust tilboð að nafnvirði 2.900 m.kr. Ákveðið var að taka tilboðum að nafnvirði 1.520 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 2,75%.