Almennar fréttir / 2. mars 2017

Áhugaverð tækifæri á Hafnartorgi

Fimmtudaginn 2. mars stóð Reginn fyrir kynningu á Hafnartorgi, og þeim tækifærum sem felast í verslun og þjónustu í hjarta Reykjavíkur.  Um er að ræða leigurými fyrir m.a. verslanir og veitingahús sem áætlað er að afhenda um mitt ár 2018.

Leigutakar verða valdir með það fyrir augum að skapa spennandi blöndu mannlífs og fjölbreyttra verslana þar sem H&M verður í þungamiðju aðdráttaraflsins.

Á heimasíðu Regins er að finna upplýsingar um verkefnið og umsóknarferlið fyrir áhugasama aðila.

Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.