Hafnartorg og Austurhöfn

HAFNARTORG og AUSTURHÖFN eru tvö uppbyggingarverkefni í miðborg Reykjavíkur þar sem unnið er með blöndu íbúða- og atvinnuhúsnæðis. Verkefnin eru í þyngdarpunkti miðborgarinnar og tengja saman gamla miðbæinn við hafnarsvæðið og litríkt menningarstarf í tónlistarhúsinu Hörpu.

Reginn er eigandi alls verslunar- og veitingahúsnæðis á fyrrnefndum tveimur reitum, samtals um 11.860 m2. Um er að ræða alla fyrstu hæðina á reitunum og hluta af annarri hæð og kjallara.

Markmið Regins er að styrkja og endurvekja rótgróna verslunarhefð miðbæjarins og tengja hana saman við blómstrandi viðskipti á ört vaxandi hafnarsvæði.

Leigurými fyrir framsækin fyrirtæki í verslun, veitingum og þjónustu

Áætlað er að HAFNARTORG opni á haustmánuðum 2018 og AUSTURHÖFN um mitt ár 2019.  Hægt er að fá frekari upplýsingar með því að senda fyrirspurn á hafnartorg@reginn.is

Nýtt verslunarsvæði – Við Hafnartorg og Austurhöfn verður til öflugur verslunarkjarni þar sem viðskiptavinir geta nálgast gæði í vörum og þjónustu í framúrskarandi og spennandi umhverfi.

Magnað aðdráttarafl – Alþjóðlegar verslana- og hótelkeðjur, tónlistarhús, heimsþekkt vörumerki, kaffihús og veitingastaðir auka aðdráttarafl svæðisins svo að úr verður þungamiðja tísku, verslunar og mannlífs í höfuðborginni.

Söluhvetjandi samfélag – Með því að skapa öfluga heild þar sem verslun, veitingar og afþreying haldast í hendur við aðlaðandi umhverfi skapast fleiri möguleikar fyrir líflega verslunar- og þjónustustarfsemi.

Aðgengi með besta móti – Göngugötur liggja um svæðið ásamt því að boðið verður upp á aðgengi að hjólageymslu í kjallara. Sameiginlegur bílakjallari verður undir öllu svæðinu allt frá Tryggvagötu að Hörpu þar sem allt að 1.100 gjaldskyld bílastæði verða í boði með innangengt í nærliggjandi byggingar.

Fjölbreytileiki sem dregur að – Sérstök áherslusvæði eru vel skilgreind sem mynda heildstæða verslunar- og þjónustukjarna á ólíkum sviðum:

1. Tryggvagata: áhersla á verslanir á sviði tækni og skarts 

2. Hafnartorg / Steinbryggja: áhersla á þekkt alþjóðleg tískuvörumerki - þungamiðja mannlífs og tísku 

3. Austurhöfn: áhersla á úrval veitingastaða með aðstöðu til útiveitinga með útsýni yfir Reykjavíkurhöfn.