MANAGEMENT OF REGINN AND SUBSIDIARIES

Helgi S. Gunnarsson
CEO

Helgi S. Gunnarsson

Helgi hefur verið forstjóri félagsins frá því það hóf starfsemi á vormánuðum 2009.

Helgi er M.Sc. í verkfræði frá Danmarks Tekniske Universitet, 1993. Byggingatæknifræðingur frá Háskólinn í Reykjavík, 1986. Hefur einnig lokið prófum sem húsasmiður og húsasmíðameistari.

Áður var Helgi framkvæmdastjóri Eignarhaldsfélagsins Portusar ehf. og dótturfélaga frá 2006-2009. Framkvæmdastjóri Nýsis Fasteigna ehf. og dótturfélaga þess á árunum 2005-2006. Sviðsstjóri framkvæmdasviðs VSÓ ráðgjafar ehf. og einn af eigendum þess 1989-2004.
Jóhann Sigurjónsson
CFO and substitute CEO

Jóhann Sigurjónsson

Jóhann hefur verið fjármálastjóri félagsins frá árinu 2012 og er hann einnig staðgengill forstjóra.

Áður hefur Jóhann starfað sem fjármálastjóri Eignarhaldsfélagsins Smáralindar ehf., HB Granda hf. og Pharmaco hf. Jóhann var einnig bæjarstjóri Mosfellsbæjar í 8 ár.

Jóhann er viðskiptafræðingur Cand.oecon frá Háskóla Íslands 1984.
Björn Eyþór Benediktsson
Information and analysis

Björn Eyþór Benediktsson

Eyþór stýrir einingunni Upplýsingar og greining. Hann hefur starfað hjá félaginu frá árinu 2014 við greiningar, upplýsingavinnslu og þátttöku í viðskiptaþróun.

Áður starfaði Eyþór á framkvæmdasviði Vegagerðarinnar sem verkfræðingur B.Sc.

Eyþór er fjármálahagfræðingur M.Sc. frá Háskóla Íslands, 2012 og B.Sc. í Umhverfis- og byggingarverkfræði, 2011. Eyþór lauk einnig sveinsprófi í húsasmíði 2006.
Dagbjört Erla Einarsdóttir
Reginn attorney

Dagbjört Erla Einarsdóttir

Dagbjört er lögmaður félagsins og hóf störf í apríl 2016.

Áður starfaði Dagbjört í 6 ár hjá lögmannsstofunni Juris slf. og 3 ár á einkabanka- og lögfræðisviðum Landsbankans hf.

Dagbjört lauk meistaraprófi (mag.jur) frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2007 og námi til öflunar réttinda til héraðsdómslögmanns sama ár.
Guðlaug Hauksdóttir
Head of accounting

Guðlaug Hauksdóttir

Guðlaug er yfirmaður reikningshalds hjá félaginu og hefur starfað sem sérfræðingur á fjármálasviði félagsins frá árinu 2010.

Áður starfaði Guðlaug í 9 ár hjá Viðskiptablaðinu, síðast sem fjármálastjóri.

Guðlaug er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands, 2002.
Páll V. Bjarnason
Director of Reginn Atvinnuhúsnæði

Páll V. Bjarnason

Páll er framkvæmdastjóri Reginn Atvinnuhúsnæði. Áður var hann sviðsstjóri Fasteignaumsýslu Regins og fluttust þau verkefni með honum undir hans stjórn.

Páll er byggingaverkfræðingur M.Sc. frá Háskólanum í Reykjavík 2011 og Byggingatæknifræðingur frá sama skóla 2009. Páll er einnig menntaður húsasmiður og hefur lokið bæði sveins- og meistaraprófi.
SUNNA HRÖNN SIGMARSDÓTTIR
Director of Knatthöllin ehf. and Kvikmyndahöllini ehf.

SUNNA HRÖNN SIGMARSDÓTTIR

Sunna er framkvæmdastjóri Knatthallar ehf. og Kvikmyndahallar ehf. sem reka Egilshöll í Grafarvogi.

Sunna starfaði áður sem framkvæmdastjóri fasteignasviðs Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss frá 2011. Auk þessa sat Sunna í framkvæmdaráði Hörpu og Rekstrarfélaginu Stæða slhf.

Sunna hefur lokið B.Sc. í iðnaðartæknifræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2005.