Ársskýrsla
2020

Lykiltölur 2020

 

 

Lykilstærðir 2020 2019
Rekstrartekjur 9.736 m.kr. 9.848 m.kr.
Leigutekjur 9.170 m.kr. 9.266 m.kr.
Verslun og þjónusta 2.944 m.kr.  
Samstarfsverkefni 2.685 m.kr.  
Atvinnuhúsnæði 3.541 m.kr.  
Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingar og afskriftir 6.381 m.kr. 6.711 m.kr.
Arðsemi fjárfestingareigna (m.v. meðalstöðu) 4,5% 5,0%
Hagnaður 1.274 m.kr. 4.486 m.kr.
Meðallengd samninga m.v. núverandi leigusamninga 7 Ár 7 Ár
Vaxtaberandi skuldir 90.529 m.kr. 84.021 m.kr.
Handbært fé frá rekstri 2.094 m.kr. 3.269 m.kr.
Handbært fé í lok árs 3.630 m.kr. 2.840 m.kr.
Eiginfjárhlutfall 30,6% 31.8%
Fjárfestingareignir í eigu samstæðu 143.446 m.kr. 137.981 m.kr.
Stöðugildi í lok árs 56 57
Hluthafar í lok árs 500 434

 

Ársreikningur 2020

 

Þróun tekna

Þróun kostnaðar

Rekstrarkostnaður - hlutfall af leigutekjum

Útleiga

Að baki er gott ár í útleigu hjá félaginu sem einkenndist af jafnri eftirspurn sem hélst stöðug þrátt fyrir Covid-19 faraldur megnið af árinu. Samtals voru gerðir samningar um 32.500 fermetra, og er meðallengd samninga í takt við það sem áður hefur verið, eða um 7-8 ár. Vægi hágæða skrifstofuhúsnæðis hefur aukist talsvert og greinilegt að fyrirtæki eru farin að horfa meira til aukinna gæða við val á skrifstofuhúsnæði. Þetta eru helst fyrirtæki í fjármála-, fjártækni- og upplýsingatæknigeiranum. Félagið hefur getað brugðist vel við þeirri eftirspurn með hágæða rýmum svo sem á Höfðatorgi, Borgartúni, Ofanleiti og víðar. Til að mæta aukinni eftirspurn í þessum flokki er mikilvægt að huga að frekari fjárfestingum á þessu sviði, þ.e. hágæða skrifstofubyggingum á sterkum markaðssvæðum s.s. Smáralindarsvæði, Borgartúni og Lágmúlasvæði.


Leiguverð hafa verið að styrkjast í öllum flokkum atvinnuhúsnæðis í takt við þá stöðugu eftirspurn sem verið hefur. Jafnframt hefur útleiga og endurnýjun samninga í flestum flokkum húsnæðis gengið mjög vel og laus rými í safni félagsins eru fá og endurspeglar það útleiguhlutfall sem er 96%. Á árinu hóf Regin rekstur á svokölluðum skrifstofusetrum á sínum kjarnasvæðum sem felur í sér útleigu á stökum skrifstofum, og er það gert til að mæta aukinni þörf frá einstaklingum og minni fyrirtækjum sem þurfa lítil rými. Þessir aðilar geta vaxið áfram innan félagsins. Ljóst er að horfur framundan eru góðar og félagið vel í stakk búið til að hefja enn frekari endurnýjun og þróun eignasafnsins, og mæta þannig auknum kröfum og sterkri eftirspurn markaðarins.

Leigusamningar - fermetrafjöldi